Pípulagnir, flísalagnir, múrverk og trésmíði.
Við erum bara í að standsetja heilu baðherbergin en útvegum ekki iðnaðarmenn í einhver smærri verk.Þú hefur samband og við hringjum til baka og ræðum málin og hugmyndir þínar. Þú kemur á fund með okkur og við segjum frá okkar úrlausnum varðandi hugmyndina.
Við vinnum svo tilboð í verkið samkvæmt því. Tilboðið felur í sér alla vinnu við verkið og við getum kannað verð á tækjum, flísum og öðru fyrir þig og tekið það með til að finna heildarkostnaðinn.
Vegna vinnu við tilboðsgerð og að koma á staðinn til skrafs og ráðagerða, þá tökum við 18000,- kr + virðisaukask. fyrir að koma og gera svo tilboð. Teikning eftir hugmyndum verkkaupa um nýja baðherbergið innifalin.
Þar sem við erum ábyrgir fyrir greiðslu til iðnaðarmanna og vegna úttektar á ýmsu efni til verkanna, þá ætlumst við til að fá greitt um 30% tilboðsins fljótlega í byrjun verks , 30% þegar verk er ca. hálfnað og restina þegar verki er skilað fullbúnu.
Við teiknum mynd eftir hugmyndum þínum um nýja baðherbergið.
© Copyright. Badverk.is e-mail: badverk@badverk.is, Kt. 5906130610, gsm 7723535 - 7727940